Þór mætir Haukum í úrslitakeppninni

Lokaumferð Domino’s-deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Þorlákshöfn vann Snæfell á heimavelli en á Selfossi tapaði FSu fyrir Tindastóli.

Leikur Þórs og Snæfells var jafn og spennandi. Snæfell leiddi 15-21 eftir 1. leikhluta en staðan var 41-44 í hálfleik. Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn en Þórsarar komust yfir í upphafi 4. leikhluta og náðu að halda forystunni út leikinn. Lokatölur 88-82.

Þór mætir Haukum í 8-liða úrslitum og hefst einvígið á Ásvöllum í Hafnarfirði föstudaginn 18. mars. Leiki Þórs í 8-liða úrslitunum má sjá neðst í fréttinni.

Tölfræði Þórs: Vance Hall 27 stig/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Hermannsson 14 stig, Ragnar Bragason 10 stig, Emil Karel Einarsson 9 stig, Ragnar Nathanaelsson 8 stig/22 fráköst/3 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 8 stig/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6 stig, Magnús Breki Þórðason 6 stig.

FSu átti erfitt uppdráttar gegn Tindastóli og gestirnir voru komnir með gott forskot eftir 1. leikhluta, 16-34. Staðan var orðin 34-61 í leikhléi, en síðari hálfleikurinn var mun jafnari, þó að FSu hafi ekki tekist að saxa á forskot gestanna. Lokatölur urðu 82-114. Síðasti leikur FSu í efstu deild í bili, en liðið féll ásamt Hetti.

Tölfræði FSu: Christopher Woods 26 stig/8 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 21 stig, Haukur Hreinsson 9 stig/6 stoðsendingar, Þórarinn Friðriksson 8 stig, Arnþór Tryggvason 7 stig/5 fráköst, Jörundur Snær Hjartarson 4 stig, Geir Helgason 3 stig/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 2 stig, Gunnar Ingi Harðarson 2 stig/6 stoðsendingar.

Haukar – Þór Þ.

Leikur 1 föstudagur 18. mars Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 2 mánudagur 21. mars Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 3 fimmtudagur 24. mars – skírdagur Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 4 þriðjudagur 29. mars – ef þarf Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Fyrri greinPersónubundið fyrir hvern og einn hver aðal safngripurinn er
Næsta greinSkemmtilegasta atriðið á Samfés söngkeppninni