Þór lagði ÍR í Lengjubikarnum

Þór Þ vann góðan sigur á ÍR í Lengjubikar karla í körfubolta í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur voru 90-76.

Þórsarar voru sterkari í fyrsta leikhluta og komust í 14-4 en staðan að loknum tíu mínútum var 26-15. Þór komst í 31-15 í upphafi 2. leikhluta en þá komu ÍR-ingar til baka og minnkuðu muninn í 42-34 fyrir leikhlé.

ÍR-minnkaði muninn í 5 stig, 43-38, í byrjun síðari hálfleiks en nær komust þeir ekki. Þórsarar skriðu aftur framúr og leiddu 65-53 þegar þriðja leikhluta lauk. Síðasti fjórðungurinn var jafn en Þórsarar juku muninn um eitt stig og lokatölur voru 90-76.

Darrin Govens var stigahæstur Þórsara með 19 stig, Darri Hilmarsson skoraði 17, Grétar Ingi Erlendsson 14 og Michael Ringgold 10 auk þess að taka 11 fráköst.