Þór lagði Hött í bikarnum

Þorlákshafnar-Þórsarar eru komnir í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfubolta. Þór lagði Hött á útivelli í dag, 89-96.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan var 42-50 í leikhléi. Hattarmenn byrjuðu betur í seinni hálfleik og leikurinn var í járnum allt framyfir miðjan fjórða leikhluta. Þórsarar voru hins vegar sterkari á lokasprettinum og sigruðu með sjö stiga mun.

Vance Hall og Emil Karel Einarsson voru bestir í liði Þórs, Hall skoraði 29 stig og Emil 28. Ragnar Nathanaelsson skoraði 11 stig og tók 11 fráköst.

Fyrri greinOfsaveðri spáð á morgun
Næsta greinÆfingar falla niður á Selfossi