Þór lagði Egil í hörku viðureign

HSK mótið í júdó var haldið í síðustu viku, sautján keppendur voru skráðir til leiks í fimm þyngdarflokkum, auk opins flokks karla. Allir keppendur voru frá júdódeild Umf. Selfoss.

Mörg flott tilþrif sáust og margir biðu spenntir eftir að tveir af bestu júdómönnum landsins mættust í opnum flokki, þeir Þór Davíðsson og Egill Blöndal. Fór svo að Þór vann í hörku úrslitaviðureign.

Öll úrslit mótsins eru hér fyrir neðan.

-73 kg blandaður flokkur
1. sæti Jakob Ingvarsson
2. sæti Halldór I. Bjarnason
3. sæti Olivera Ilic

-81 kg karla
1. sæti Grímur Ívarsson
2. sæti Elfar Sigurðarson

-90 kg karla
1. sæti Egill Blöndal
2. sæti Bergur Pálsson
3. sæti Mattíhas Harðarson
4. sæti Björn Emil Jónsson
5. sæti Gunnar Már Kristjánsson

+90 kg karla
1. sæti Þór Davíðsson
2. sæti Böðvar Þór Kárason
3. sæti Trostan Gunnarsson

+78 kg kvenna
1. sæti Þórdís Böðvarsdóttir
2. sæti Þóra Þorsteinsdóttir

Opinn flokkur karla
1. sæti Þór Davíðsson
2. sæti Egill Blöndal
3. sæti Matthías Harðarson
3. sæti Grímur Ívarsson

Fyrri greinFormaður Bárunnar skrifaði ekki undir kjarasamninginn
Næsta greinJólatörn hjá landsliðunum