Þór Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki

Þór Davíðsson, Umf. Selfoss, sigraði örugglega og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í -100 kg flokki á Íslandsmótinu í júdó sem haldið var í Laugardalshöllinni í dag.

Þór sigraði með yfirburðum í sínum þyngdarflokki en hann tók einnig þátt í opna flokknum og varð þar í 3. sæti.

Fjórir aðrir keppendur frá Umf. Selfoss tóku þátt í mótinu. Egill Blöndal varð í 3. sæti í -90 kg flokki og í 5. sæti í opna flokknum.

Þá varð Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir í 2. sæti í +78 kg flokki, Trostan Gunnarsson varð 5. í -100 kg flokki og Grímur Ívarsson varð 7. í -81 kg flokki.