Þór í þéttri baráttu

Þórsarar eru í þéttum pakka liða í efri hluta stigatöflu Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir 88-76 sigur á ÍR í Þorlákshöfn í kvöld.

Fyrri hálfleikur var hnífjafn en staðan að loknum 1. leikhluta var 17-20 og hálfleikstölur 49-46 eftir 10-2 sprett Þórsara í upphafi 2. leikhluta.

Ekki skildi mikið á milli liðanna í 3. leikhluta en Þór náði tólf stiga forskoti sem ÍR minnkaði hratt niður með því að skora sex síðustu stigin í 3. leikhluta. Staðan var 70-64 þegar sá fjórði hófst. Þar náðu Þórsarar strax að auka muninn í 11 stig og þeir héldu því forskoti út leikinn.

Blagoj Janev var besti maður Þórs í leikum með 27 stig, Darri Hilmarsson skoraði 19, Matthew Hairston 16 auk þess að taka 16 fáköst og Darrin Govens skoraði 12 stig.