Þór grátlega nærri gullinu

Fjórir Selfyssingar kepptu í júdó á Reykjavík International Games um síðustu helgi og komust þrír þeirra á pall.

Bergur Pálson, Grímur Ívarsson og Egill Blöndal kepptu í -90 kg flokki. Grímur endaði í þriðja sæti en Egill keppti til úrslita þar sem hann varð að láta í minni pokann gegn reyndum Tékka.

Þór Davíðsson komst einnig í úrslit í -100 kg flokki þar sem hann mætti Slóvaka í úrslitaglímunni Eftir langa og stranga viðureign varð Þór að láta játa sig sigraðan á lokaandartökum glímunnar.