Þór fékk Snæfell úti

Þór Þorlákshöfn mun heimsækja Snæfell í Stykkishólm í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta.

1. deildarlið Hamars sækir Keflvíkinga heim og Laugdælir munu heimsækja Stjörnuna ef þeim tekst áður að slá KFÍ úr leik en liðin mætast í 32-liða úrslitunum þann 8. desember.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 14.-17. desember.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru

Valur – KR-b
Haukar – ÍR
Grindavík – Fjölnir
Haukar-b – Njarðvík
Augnablik – Reynir S.

Fyrri grein„Einlægur ásetningur ríkisstjórnarinnar að koma sjávarútveginum í þrot“
Næsta greinÞrjár bílveltur í Árnessýslu