Þór fær Tindastól úti

Þorlákshafnar-Þórsarar mæta Tindastól á útivelli í 16-liða úrslitum Poweradebikars karla í körfuknattleik.

Dregið var í 16-liða úrslit karla og kvenna í dag í höfuðstöðvum Vífilfells.

Karlalið Hamars fær heimaleik í 1. deildarslag gegn Þór Akureyri.

Í kvennabikarnum heimsækja Laugdælir Fjölni í Grafarvoginn.

Leikirnir fara fram 7. – 9. janúar.