Þór byrjar á sigri

Þórsarar lögðu Valsmenn í fyrsta leiknum í fyrirtækjabikar karla í körfubolta í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í kvöld, 76-89.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Þór leiddi í leikhléinu, 43-49.

Þórsarar tóku svo 2-19 leikkafla um miðjan 3. leikhluta og breyttu stöðunni úr 45-51 í 47-70 og gerðu þar með út um leikinn.

Valsmenn klóruðu í bakkann undir lokin en allt kom fyrir ekki og Þór vann öruggan sigur.

Ben Smith var stigahæstur hjá Þór með 29 stig, Robert Diggs skoraði 15, tók 18 fráköst og varði 8 skot, Grétar Ingi Erlendsson skoraði 11 stig og Darri Hilmarsson 10.

Í hinum leiknum í riðlinum lagði ÍR Njarðvík 93-68.

Fyrri greinAndlát: Óskar Sigurjónsson
Næsta greinGera upplýsingar um lífrænan landbúnað aðgengilegri