Þjálfarinn hrósar Guðmundi Árna

Carsten Albrektsen, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg, hrósar Selfyssingnum Guðmundi Árna Ólafssyni í hástert á heimasíðu félagsins.

Bjerringbro/Silkeborg vann sterkt handknattleiksmót í Ungverjalandi um síðustu helgi og Guðmundur Árni lék mjög vel á mótinu en hann gekk til liðs við danska liðið frá Haukum í sumar.

„Guðmundur Árni lék mjög vel með okkur í mótinu og var auk þess okkar markahæsti leikmaður,“ sagði Albrektsen m.a. Auk Bjerringbro tóku Chambéry frá Frakklandi og Tatabánya þátt í mótinu.