Þjálfararáðstefna á Selfossi um helgina

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi 26. og 27. september. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.

Markmiðið með ráðstefnunni eru margþætt en má þar nefna meðal annars að efla símenntun þjálfara í Árborg og á Suðurlandi. Auka þekkingu og kunnáttu þjálfara á Suðurlandi. Opna á samskipti á milli þjálfara í mismunandi íþróttum. Efla samstarf þjálfara við aðra aðila innan sveitarfélaga sem starfa með börn og unglinga, svo sem grunnskóla, barnavernd/félagsþjónustu og félagsmiðstöð. Skýra verkferla til að taka á vandamálum sem upp geta komið í íþróttastarfssemi svo sem eineltismál.

Nánari upplýsingar veita Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070 og Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar, í síma 820-4567.

Allir sem koma að þjálfun íþrótta á Suðurlandi eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri og fræðandi ráðstefnu. Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is og lýkur í dag, fimmtudaginn 25. september. Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr. 5.000. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá á www.umfs.is.

Fyrri greinEndurbætt heilsugæsla formlega opnuð
Næsta greinGóður árangur á Sprengimóti Óðins