„Þetta var skelfileg frammistaða“

Selfyssingar fengu slæman skell þegar þeir heimsóttu Þrótt í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur í Laugardalnum urðu 4-0.

Mörkin fjögur skoruðu Þróttarar á tuttugu mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleikinn.

„Þetta var skelfileg frammistaða hjá okkur,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við fotbolti.net eftir leik. „Við byrjuðum reyndar leikinn bara nokkuð vel. Fyrstu 5 mínúturnar. Fáum gott skotfæri og erum mjög þéttir. Svo fáum við á okkur mark og þá lögðust allir á magann og lokuðu augunum. Við þurfum að finna skýringar. Þetta er tapaður leikur í hálfleik en við spiluðum þéttan varnarleik og fengum ekki á okkur færi í síðari hálfleik.“

Selfyssingar eru í 9. sæti deildarinnar með 25 stig og taka á móti Haukum í lokaumferð deildarinnar næstkomandi laugardag.

Fyrri greinSlasaður drengur við Strútsskála
Næsta greinTap í lokaumferðinni á Ólafsfirði