„Þetta var bara… váááá…“

Jón Daði Böðvarsson var einn af bestu mönnum Selfyssinga í leiknum gegn KR í kvöld. Hann var orðlaus þegar sunnlenska.is náði tali af honum í leikslok.

„Ég er bara ennþá að reyna að átta mig á þessu, þetta var bara ótrúlegt að taka KR-ingana svona,“ sagði Jón Daði þegar hann sveif útaf KR-vellinum í kvöld.

„Þó að það séu einhver nöfn í þessu KR liði þá er þetta bara fótbolti og við spiluðum bara okkar leik. Þeir misstu mann útaf en við héldum bara einbeittir áfram, héldum boltanum niðri og spiluðum vel. Það var ekkert panikk,“ sagði Jón Daði sem skoraði annað mark Selfyssinga í leiknum. Hann átti reyndar í nokkrum erfiðleikum með að lýsa markinu:

„Þetta var bara… váááá… Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu… Það var bara ótrúlegt að skora fyrsta markið mitt í úrvalsdeildinni og það hérna í Frostaskjóli. Þetta var alls ekki leiðinlegt,“ sagði markaskorarinn ungi að lokum.

Fyrri grein„Varð að vera stóri bróðir“
Næsta greinÓvenju margar eldingar í mekkinum