Það var allt fullkomið

"Þetta var ótrúlega sætt," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við sunnlenska.is eftir leik.

Jón Daði skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins af sérfræðingum í stúkunni. “Það var allt fullkomið í kvöld, bæði liðið og áhorfendur.”

Hann segir að leikplanið hafi gengið upp. “Við lögðum upp með að reyna að skora á þá snemma og eftir að það gekk small þetta hjá okkur,” sagði Jón Daði sem var að vonum ángæður með sitt framlag í kvöld.

“Ég er ekki búinn að vera nógu sáttur með eigin markaskorun í sumar og þess vegna er ég mjög ánægður að hafa sett tvö mörk í kvöld. Vonandi er þetta það sem koma skal,” sagði Jón Daði áður en hann hélt inn í klefa að fagna með liðfélögum sínum.