Þægilegur sigur Selfyssinga

Selfyssingar sigruðu Gróttu 4-0 á heimavelli í kvöld í 1. deild karla í knattspyrnu.

Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk og Viðar Örn Kjartansson og Babacar Sarr skoruðu eitt mark hvor.

Leikurinn fór rólega af stað fyrstu tíu mínúturnar en á 12. mínútu komust heimamenn yfir þegar að Viðar Örn Kjartansson skoraði. Sending kom fyrir markið sem Babacar Sarr skallaði og Viðar Örn pottaði boltanum í markið. Stuttu síðar fengu Selfyssingar aukaspyrnu. Joe Tillen sendi boltann inn á teig, Babacar Sarr sem tók hann niður og skilaði honum snyrtilega í markið. Staðan 2-0 og Selfoss komið í þægilega stöðu.

Eftir þetta róaðist leikurinn niður og fátt markvert gerðist fyrr en á lokamínútum fyrri hálfleiks. Þá vann Ivar Skjerve, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í kvöld, boltann á miðjunni. Hann lék á tvo leikmenn Gróttu, kom boltanum inn á Jón Daði Böðvarsson sem skoraði.

Staðan var 3-0 í hálfleik. Það leið ekki á löngu í seinni hálfleik þar til heimamenn gerðu út um leikinn. Þá koma gott uppspil sem endaði með því að Jón Daði Böðvarsson fékk boltann inn í teig. Hann lék á einn leikmann Gróttu, kom sér í góða skotstöðu og skaut boltanum svo upp í fjærhornið.

Eftir róðist leikurinn niður. Bæði lið fengu einhver færi en mörkin urðu ekki fleiri. Þetta var góður sigur fyrir Selfyssinga sem mæta næst toppliði ÍA á Skaganum á þriðjudaginn. Selfyssingar eru sem fyrr í öðru sæti með 28 stig.