Ægismenn töpuðu í Eyjum

Ægir heimsótti KFS til Vestmannaeyja í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn höfðu 2-1 sigur.

Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á fyrri hálfleik voru heimamenn líklegri og þeir komust svo yfir á 45. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

KFS var sterkara liðið í seinni hálfleik, þeir komust í 2-0 strax á 4. mínútu síðari hálfleiks en Arilíus Marteinsson minnkaði muninn á 65. mínútu.

Ægismenn náðu ekki að fylgja markinu eftir því Eyjamenn bættu í og skoruðu þriðja markið sem reyndar var dæmt af vegna tvísýnnar rangstöðu. Ægismönnum gekk illa að ljúka sóknum sínum og niðurstaðan varð 2-1 sigur KFS.