Ægismenn töpuðu á Dalvík

Ægismenn heimsóttu Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn unnu 2-1 sigur eftir hörkuleik.

Heimamenn komust yfir á sjöundu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu en Sverrir Garðarsson jafnaði metin fyrir Ægi á 24. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en síðari hálfleikur var markalaus allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka að heimamenn skoruðu sigurmarkið.

Eftir leiki dagsins er Ægir í 8. sæti deildarinnar með 16 stig og mætir næst toppliði Fjarðabyggðar á heimavelli um næstu helgi.

Fyrri greinHreppurinn býður upp á viðtal við lögmenn
Næsta greinVatnsveðrið setur strik í reikning golfara