Ægismenn stækka hópinn

Ægismenn hafa verið að styrkja og stækka leikmannahópinn sinn í meistaraflokki að undanförnu, enda styttist í að keppni hefjist í 2. deild karla í knattspyrnu.

Þorlákshafnarpiltarnir Haukur Andri Grímsson og Pálmi Þór Ásbergsson eru komnir aftur, Haukur frá Stokkseyri og Pálmi frá Selfossi. Róbert Rúnar Jack kom að láni frá Víkingi R, Aron Ingi Davíðsson kom frá Fjölni og Sigurður Eyberg Guðlaugsson frá Selfossi.

Þá hafa ægismenn fengið Ágúst Frey Hallsson að láni frá Víkingi R. og Andri Þór Arnarson markmaður er kominn á láni frá Fjölni.