Ægismenn þróttminni en gestirnir

Ægismenn sigla nokkuð lygnan sjó í neðri hluta 3. deildar karla í knattspyrnu þrátt fyrir tap gegn Þrótti Vogum á heimavelli í kvöld.

Þróttarar komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og bættu svo öðru marki við þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 0-2.

Ægir er í 8. sæti 3. deildarinnar með 14 stig en hefur níu stiga forskot á Berserki og Reyni S í fallsætunum þegar fimm umferðir eru eftir.

Fyrri greinStokkseyri lagði Afríku – KFR gerði jafntefli
Næsta greinRútubílstjóri fluttur á slysadeild