Ægir vann mikilvægan sigur – KFR slátraði Stál-úlfi

Ægir vann gríðarlega mikilvægan sigur á Sindra í botnbaráttu 3. deildar karla í knattspyrnu í dag og í 4. deildinni gjörsigraði KFR Stál-úlf.

Emanuel Nikpalj og Guðmundur Garðar Sigfússon tryggðu Ægi 2-0 sigur og Ægir hefur nú 11 stig í 9. sæti en Sindri er í botnsætinu með 10 stig. Eitt lið fellur úr 3. deildinni í ár.

Á Hvolsvelli var heldur betur hátíð en KFR vann Stál-úlf 9-1. Þetta var annar sigur KFR í röð en leikurinn í dag var síðasti leikur Rangæinga í sumar.

Mörk KFR skoruðu Hjörvar Sigurðsson (2), Ævar Már Viktorsson (2), Aron Örn Þrastarson (2), Kristinn Þorbergsson, Magnús Viktorsson og Guðmundur Guðmundsson skoruðu mörk KFR en staðan var 3-1 í hálfleik.

Fyrri greinTokic með þrennu í stórsigri Selfoss
Næsta greinHSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri