Ægir valtaði yfir KFR

Ægir vann 6-0 sigur á KFR í Stokkseyri í B-deild Lengjubikars karla en í C-deildinni tapaði Stokkseyri 1-5 gegn Kormáki/Hvöt.

KFR og Ægir mættust á Selfossvelli á föstudagskvöld og þar var mikið fjör í fyrri hálfleik. Ómar Örn Reynisson kom Ægi yfir á 9. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Gunnar Bent Helgason við öðru marki. Hjörvar Sigurðsson, fyrirliði KFR, fékk tvö gul spjöld með mínútu millibili á 23. og 24. mínútu og á 25. mínútu fauk Jón Freyr Ásmundsson einnig af velli með rautt spjald og Ægir fékk vítaspyrnu.

Gunnar Bent bætti við þriðja marki Ægis úr vítaspyrnunnni og rúmum fimm mínútum síðar skoraði Guðmundur Garðar Sigfússon fjórða mark Ægis. 4-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en Ólafur Þór Sveinbjörnsson og Guðmundur Garðar bættu við tveimur mörkum til viðbótar fyrir Þorlákshafnarliðið.

Ægir er í 3. sæti riðilsins með 3 stig en KFR á botninum án stiga.

Á Leiknisvelli kom Þórhallur Aron Másson Stokkseyri í 1-0 á 7. mínútu en Kormákur/Hvöt jafnaði á 29. mínútu og norðamenn komust svo yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. 1-2 í leikhléi. Í seinni hálfleiknum bætti Kormákur/Hvöt tveimur mörkum við á fyrstu tuttugu mínútunum og fimmta mark liðsins kom svo úr vítaspyrnu á lokamínútunni.

Stokkseyri er á botni síns riðils með 1 stig.