Ægir tapaði fyrsta leik

Ægir tapaði 0-2 þegar Sindri kom í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gær.

Fyrri hálfleikur var markalaus og ísinn var ekki brotinn fyrr en á 64. mínútu að gestirnir fengu vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Sindri bætti svo við öðru marki á 80. mínútu og lokatölur urðu 2-0.

Næsti leikur Ægis er á útivelli gegn Aftureldingu laugardaginn 14. maí.