Ægir tapaði fyrir austan

Ægir sótti Huginn heim á Seyðisfjarðarvöll í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 4-2.

Huginsmenn komust yfir strax á 3. mínútu og bættu svo öðru marki við tíu mínútum síðar. William Daniels minnkaði muninn á 23. mínútu en heimamenn voru ekki hættir og bættu við tveimur mörkum fyrir leikhlé, 4-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var markalaus allt þar til Daniels bætti við öðru marki fyrir Ægi í uppbótartíma úr vítaspyrnu.

Ægismenn eru í 10. sæti deildarinnar með 11 stig, jafnmörg stig og Njarðvík sem situr í 11. sætinu en á leik til góða.

Fyrri greinBjór með bensíninu á Olís
Næsta greinBarros tryggði Selfyssingum jafntefli