Ægir tapaði en fór upp um sæti

Ægismenn töpuðu 2-1 þegar þeir heimsóttu Einherja á Vopnafjörð í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Alex Gammond kom Ægi yfir á 12. mínútu leiksins en Einherji jafnaði metin úr vítaspyrnu á 31. mínútu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en á 78. mínútu fékk Einherji aðra vítaspyrnu og úr henni kom sigurmark leiksins.

Þrátt fyrir tapið tókst Ægi að lyfta sér upp úr botnsætinu því Sindri tapaði 1-7 á heimavelli gegn Vængjum Júpíters í dag og liðin höfðu því sætaskipti vegna markahlutfalls.

Fyrri greinDagur Fannar setti héraðsmet í tugþraut
Næsta greinSlasaðist við Háafoss