Ægir tapaði á Hornafirði

Ægismenn heimsóttu Sindra á Hornafjörð í 2. deild karla í knattspyrnu í gær.

Eina mark leiksins skoraði Sigurður B. Jónsson fyrir Sindra á 28. mínútu og þar við sat þrátt fyrir prýðileg marktækifæri beggja liða.

Að loknum fjórum umferðum eru Ægismenn í 9. sæti deildarinnar með 3 stig en Sindri er í 5. sætinu með 9 stig.

Fyrri greinÁtta Sunnlendingar keppa á Smáþjóðaleikunum
Næsta greinÍbúar að gefast upp