Ægir tapaði á Dalvík

Ægir sótti Dalvík/Reyni heim í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn sigruðu 1-0.

Fyrri hálfleikur var markalaus en heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks og reyndist það eina mark leiksins. Annars var fátt um færi í leiknum enda varnarleikur beggja liða þéttur.

Ægir er í 10. sæti deildarinnar með 17 stig að sautján umferðum loknum.

Fyrri greinÞorgrímur Þráinsson les fyrir börnin
Næsta greinSeiðasleppingum lokið