Ægir steinlá heima

Ægismenn steinlágu þegar ÍR kom í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 0-4.

Gestirnir komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik og bættu svo við öðru marki sex mínútum síðar, þannig að staðan var 0-2 í hálfleik.

ÍR skoraði þriðja markið strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks og staðan var 0-3 þar til á 72. mínútu að fjórða markið leit dagsins ljós.

Það urðu lokatölur leiksins og Ægir er nú í 8. sæti deildarinnar með 3 stig. ÍR er í 2. sætinu með fullt hús stiga.

Næsti leikur Ægis er gegn Sindra á útivelli næstkomandi laugardag.

Fyrri greinFatlaðir fari aftur til ríkis
Næsta greinTilþrifalítill tapleikur í Ólafsvík