Ægir steinlá gegn Vestra

Ægir tapaði stórt þegar liðið mætti Vestra í 1. umferð B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Lokatölur í Akraneshöllinni urðu 6-0 en Vestramenn leiddu 5-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur en Vestri bætti sjött marki sínu við þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Auk Vestra er Ægir í riðli með Vængjum Júpíters, KFR, Sindra og Reyni Sandgerði.