Ægir sigraði – og féll

Ægismenn féllu úr 2. deild karla í knattspyrnu í gær þrátt fyrir 1-0 sigur á Magna í lokaumferðinni.

Leikurinn var markalaus allt fram í uppbótartíma að Paul Nicolescu skoraði eina mark leiksins.

Á sama tíma mættust KV og Sindri en Ægismenn þurftu að treysta á stórtap KV og stórsigur gegn Magna til þess að vinna upp markamun. Sindri vann KV 2-0 og það dugði Ægismönnum ekki

Þeir féllu því með 21 stig, jafnmörg og KV, en lakari markatölu svo munaði sjö mörkum.

Ægir hefur leikið í 2. deildinni síðan 2013 eftir að hafa komist upp úr gömlu 3. deildinni árið 2012.