Ægir og Árborg úr leik

Ægir og Árborg töpuðu í kvöld leikjum sínum í 64-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu.

Ægir fékk KV í heimsókn, en bæði liðin leika í 2. deildinni. Leikurinn var markalaus allt fram á 72. mínútu en gestirnir skoruðu þá tvö mörk með þriggja mínútna millibili. KV skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og lokatölur urðu 0-3.

Árborg mætti KFG á Samsungvellinum í Garðabæ. KFG komst yfir á 13. mínútu en Magnús Helgi Sigurðsson jafnaði metin fyrir Árborg aðeins mínútu síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu sigurmarkið á 79. mínútu og þar við sat.

Selfyssingar hefja leik í Borgunarbikarnum annað kvöld þegar liðið mætir Reyni Sandgerði á útivelli kl. 19:00.

Fyrri greinHætt eftir 18 ár á HSu
Næsta greinAuknar líkur á jarðskjálftum á Hellisheiði