Ægir náði í stig í Hornafirði – KFR steinlá

Ægir gerði 1-1 jafntefli við Sindra í 2. deild karla í knattspyrnu í dag en í 3. deildinni steinlágu Rangæingar á Seyðisfirði.

Ægir sótti Sindra heim á Hornafjörð og eftir markalausan fyrri hálfleik kom Haukur Már Ólafsson Þorlákshafnarliðinu yfir á 50. mínútu. Allt virtist stefna í sigur Ægis þangað til að heimamenn jöfnuðu á lokamínútu leiksins og úrslitin urðu 1-1. Ægir er í 9. sæti 2. deildarinnar með 8 stig.

KFR ferðaðist til Seyðisfjarðar þar sem Huginn tók á móti þeim. Þetta reyndist ekki ferð til fjár fyrir Rangæinga því þeir voru undir, 3-0, í hálfleik og heimamenn bættu svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. KFR er í 7. sæti 3. deildarinnar með 6 stig.

Fyrri greinMisstu niður tveggja marka forskot
Næsta greinFjör á fornbílamóti