Ægir missti niður tveggja marka forystu

Knattspyrnufélagið Ægir tapaði 4-3 þegar liðið mætti KFG í 1. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á Stjörnuvellinum í Garðabæ í kvöld.

Ægir komst í 0-2 í fyrri hálfleik með mörkum frá Aco Pandurevic og Jonathan Woods og þannig stóðu leikar í hálfleik.

KFG jafnaði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla á fyrstu átta mínútum síðari hálfleiks og heimamenn komust svo í 3-2 á 75. mínútu. Hood jafnaði fyrir Ægi á 83. mínútu með sínu öðru marki en það dugði ekki til því KFG skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og tryggði sér 4-3 sigur.