Ægir missti niður þriggja marka forskot

Ægir tapaði 3-4 gegn deildarmeisturum Kára í 3. deild karla í knattspyrnu í Þorlákshöfn í dag.

Ægismenn byrjuðu af miklum krafti og komust í 3-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Darko Matejic skoraði tvívegis og Jonathan Hood setti eitt af vítapunktinum. Gestirnir minnkuðu muninn á 38. mínútu og staðan var 3-1 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var í járnum í upphafi en þá tók við tíu mínútna kafli þar sem Káramenn skoruðu þrjú mörk og breyttu stöðunni í 3-4. Jöfnunarmarkið kom á 66. mínútu og sigurmarkið aðeins mínútu síðar.

Fleiri urðu mörkin ekki og Ægismenn sitja í 7. sæti deildarinnar með 21 stig fyrir lokaumferðina.

Fyrri greinDælustöð í byggingu
Næsta greinBarbára og Halldóra til Azerbaísjan