Ægir lokaði sumrinu með tapleik

Knattspyrnufélagið Ægir tapaði 0-3 gegn Einherja frá Vopnafirði í lokaumferð 3. deildar karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli í gær.

Ægismenn voru fallnir niður í 4. deild fyrir lokaumferðina og því að litlu að keppa.

Einherji komst yfir á 27. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir bættu við tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleikinn án þess að Ægir næði að svara fyrir sig.

Eitt lið fellur úr 3. deildinni í ár vegna fjölgunar í deildinni á næstu leiktíð. Það varð hlutskipti Ægis í þetta skiptið en liðið varð neðst af tíu liðum í deildinni með 12 stig, þrjá sigra og þrjú jafntefli.

Fyrri greinSelfyssingar fallnir niður í 2. deild
Næsta greinTafarlausar breytingar á skólaakstri í Ölfusi