Ægir lagði KFR

Ægismenn lögðu granna sína í KFR 2-1 þegar liðin mættust á Selfossvelli í kvöld í C-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu.

KFR komst yfir á 9. mínútu leiksins með marki Reynis Björgvinssonar. Kamerúninn Mahop Luc Romain jafnaði fljótlega fyrir Ægi í sínum fyrsta leik fyrir félagið og staðan var 1-1 í hálfleik.

Milan Djurovic skoraði síðan sigurmark Ægis úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að brotið var á Michael Jónssyni.

Ægir er í 2. sæti síns riðils með 5 stig eins og Sindri sem er í toppsætinu. Sindramenn hafa hins vegar betra markahlutfall, svo munar einu marki. KFR er á botni riðilsins án stiga en leikurinn í dag var fyrsti leikur liðsins í Lengjubikarnum í vor.

KFR heimsækir Ými í Fagralund nk. laugardag. Næsti leikur Ægis í riðlinum er ekki fyrr en 21. apríl þegar liðið mætir Ými á Selfossvelli í lokaumferð riðilsins.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Kristrún Ósk
Næsta greinSigursteinn og Viðar sigruðu