Ægir lá gegn toppliðinu

Ægir tapaði 2-1 þegar liðið heimsótti topplið Einherja á Vopnafjörð í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Einherji komst í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks, Todor Hristov skoraði úr vítaspyrnu á 39. mínútu og Heiðar Aðalbjörnsson bætti við öðru marki á 44. mínútu.

Ægismenn náðu að minnka muninn í 2-1 á 76. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Jonathan Hood fór á punktinn og skoraði. Ægismönnum tókst ekki að bæta við marki og heimamenn fögnuðu sigri.

Ægir er í 8. sæti deildarinnar með 1 stig að loknum þremur umferðum.

Fyrri greinMikilvægt að velja stað miðsvæðis á Selfossi
Næsta greinSterkur sigur á útivelli