Ægir lá á útivelli

Ægir tapaði 3-2 þegar liðið heimsótti Vængi Júpíters í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Gunnar Bent Helgason kom Ægi yfir á 12. mínútu og staðan var 0-1 allt þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks að heimamenn jöfnuðu.

Vængirnir skoruðu svo tvívegis á fyrstu tuttugu mínútm síðari hálfleiks, en Jonathan Hood náði að minnka muninn í 3-2 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.

Ægir er í 7. sæti 3. deildarinnar með 5 stig eftir sex umferðir.

Fyrri greinKFR og Stokkseyri töpuðu
Næsta greinKristinn í landsliðinu á Evrópubikarnum