Ægir lá á Dalvík

Það var ekki ferð til fjár þegar Ægismenn brugðu sér norður í dag og mættu Dalvík/Reyni í 3. deild karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri.

Heimamenn voru komnir í 2-0 eftir átján mínútna leik og þar við sat allt þangað til í uppbótartímanum að D/R bætti þriðja markinu við.

Ægir er í 8. sæti deildarinnar með 3 stig að loknum þremur umferðum.

Fyrri greinLangþráður sigur Selfyssinga í deildinni
Næsta greinGOGG: Stórsigur E-listans