Ægir jafnaði í lokin

Ægir náði í stig í 3. deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við KV á útivelli.

Heimamenn í KV leiddu 2-0 í leikhléi en Emanuel Nikpalj og Einar Ottó Antonsson jöfnuðu metin með tveimur mörkum á stuttum tíma í upphafi seinni hálfleiks.

KV komst aftur yfir á 67. mínútu en Diego Minguez jafnaði fyrir Ægi þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat.

Óvíst er hvað stigið gerir fyrir Ægi sem er í harðri fallbaráttu ásamt Sindra. Þegar tvær umferðir eru eftir er Ægir með 12 stig í botnsæti deildarinnar en Sindri hefur 13 stig og á leik til góða. Eitt lið fellur úr 3. deildinni í sumar, þar sem fjölga á úr tíu liðum í tólf á næstu leiktíð.

Fyrri grein„Allir að bíða eftir því að þetta byrji“
Næsta greinViðar Örn til Rostov í Rússlandi