Ægir gerði jafntefli á heimavelli

Ægismenn fengu Dalvík/Reyni í heimsókn í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur urðu 1-1.

Darko Matejic kom Ægi yfir strax á 7. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu hins vegar metin á 71. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

Ægir er í 9. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum sex umferðum.

Fyrri greinTryggvi bjargar 17. júníkaffinu
Næsta greinFjölmenni á hátíðarsamkomu á Selfossi