Ægir fékk skell – Stokkseyri tapaði

Ægir tapaði illa þegar liðið mætti KV í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Stokkseyringar mættu til leiks í C-deildinni og töpuðu fyrir Ísbirninum.

Fyrri hálfleikur í leik KV og Ægis var markalaus en í síðari hálfleik röðuðu Vesturbæingar inn mörkunum og þegar yfir lauk var staðan orðin 6-0.

Stokkseyringar komust heldur ekki á blað í dag því þeir urðu undir í rimmunni við Ísbjörninn, 3-0, í þessum fyrsta deildarbikarleik félagsins.

Fyrri greinMargt gott í tapleik
Næsta greinAragrúi í þriðja sæti – Hulda besti söngvarinn