Ægir byrjar á sigri

Ægismenn unnu góðan útisigur á Vængjum Júpíters þegar keppni hófst í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Alex Gammond kom Ægismönnum yfir á markamínútunni, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Guðmundur Garðar Sigfússon tvöfaldaði forskot Ægis á 2. mínútu seinni hálfleiks.

Andri Björn Sigurðsson skoraði svo þriðja mark Ægis á 73. mínútu en Vængirnir náðu að klóra í bakkann þegar ein mínúta var til leiksloka. Lokatölur 3-1.

Fyrri greinÖryggismyndavélar beintengdar við varðstofu á Selfossi
Næsta grein„Vorum alveg gríðarlega klaufalegir“