Ægir afgreiddi leikinn á augnabliki

Það tók Ægismenn aðeins tuttugu og þrjár mínútur að afgreiða Augnablik þegar liðin mættust í 3. deild karla í knattspyrnu í Þorlákshöfn í kvöld.

Veislan byrjaði strax á sjöttu mínútu þegar Andri Björn Sigurðsson skoraði og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Þorkell Þráinsson forskotið. Á eftir fylgdu mörk frá Guðmundi Garðari Sigfússyni, Ásgrími Þór Bjarnasyni og Adam Erni Sveinbjörnssyni og staðan var orðin 5-0 eftir 29 mínútna leik.

Fleiri urðu mörkin ekki og Ægir lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með 6 stig, jafnmörg og Augnablik sem er í 6. sætinu.

Fyrri grein​Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opnuð á ný
Næsta greinNýr meirihluti í Árborg kynntur á morgun