Ægir að missa af lestinni

Möguleikar Ægis á að komast í úrslitakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu eru mjög litlir eftir leiki kvöldsins.

KFK lagði Þrótt Vogum 2-0 í kvöld og er Kópavogsliðið því í 2. sæti B-riðils eins og staðan er núna með 20 stig og 15 mörk í plús.

Ægir og KFS frá Vestmannaeyjum eiga bæði möguleika á 2. sætinu en liðin mætast í Þorlákshöfn á morgun kl. 14. Möguleikar KFS eru þó meiri þar sem þeim dugar sigur en ef Ægismenn ætla sér í úrslitakeppnina þurfa þeir að vinna leikinn með tólf marka mun til að jafna KFK að stigum og ná betra markahlutfalli.