Ægi spáð 10. sæti

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá því að Ægir verði í 10. sæti deildarinnar og bjargi sér naumlega frá falli.

Ægismenn eru nýliðar í 2. deildinni eftir að hafa barist í neðstu deild í áraraðir. Þeir fá 71 stig í spánni á fotbolti.net, tveimur stigum meira en Sindri og þar fyrir neðan er Hamar á botninum.

,,Er þessi spá ekki eitthvað sem búast mátti við? Við erum nýliðar í þessari deild og spáin líklega eðlileg. Okkar metnaður er meiri og við stefnum klárlega á það að vera í topp sex. Við erum mættir í þessa deild til að standa okkur. Ég er mjög sáttur við leikmannahópinn í dag, hann er orðinn breiður og góður. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og vonandi skilar það okkur í baráttuna í efri hlutanum,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Ægis, í samtali við fotbolti.net.

Fyrri greinGnúpverjar fengu skell
Næsta greinFjölmenn firmakeppni á Flúðum