Æfingamót í Þorlákshöfn um næstu helgi

Dagana 28. til 30. ágúst verður Icelandic Glacial mótið, æfingamót í körfuknattleik, haldið í Þorlákshöfn.

Fjögur lið taka þátt í mótinu en það eru auk heimamanna Akureyrar-Þórsarar, Blikar og Hattarmenn.

Dagskrá Icelandic Glacial mótsins verður sem hér segir:

Föstudagur
18:15 Þór Þ – Þór Ak
20:15 Breiðablik – Höttur

Laugardagur
14:00 Breiðablik – Þór Þ
16:00 Höttur – Þór Ak

Sunnudagur
12:00 Þór Þ – Höttur
14:00 Þór Ak – Breiðablik

Styrktaraðili mótsins er Icelandic Glacial, vatnsfyrirtækið í Ölfusi og vill körfuknattleiksdeild Þórs koma á framfæri kærum þökkum fyrir stuðninginn.

Fyrri greinTíu nýjar vindmyllur fyrir fimm til sex milljarða
Næsta greinVinningshafar í verðlaunakrossgátu