Zero sló í gegn á Stíl

Keppendur frá félagsmiðstöðinni Zero á Flúðum náðu frábærum árangri í hönnunar-, hárgreiðslu- og förðunarkeppninni Stíll 2012 sem Samfés hélt á dögunum.

Lið Zero varð í 2. sæti en rúmlega fimmtíu lið tóku þátt í keppninni. Lið Rauðagerðis úr Vestmannaeyjum sigraði og lið Pegasus úr Kópavogi varð í þriðja sæti.

Lið Zero skipuðu þær Rakel Georgsdóttir, sem var jafnframt módelið, Guðleif Erna Steingrímsdóttir, Hafdís Smáradóttir og Hugrún Embla Sigurðardóttir.

Þrjú lið tóku þátt í undankeppni Zero sem haldin var í lok október en þar var valið það lið sem keppa átti fyrir hönd í Zero á Stíl 2012 en öll liðin höfðu unnið að hönnun sinni í vali í Flúðaskóla sem Helena Eiríksdóttir handavinnukennari og Eygló Jósephsdóttir myndlistarkennari sáu um.

Fyrri greinMeirihlutinn fallinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Næsta greinLandsmarkaskrá komin á vefinn