Ytri-Rangá að detta í þúsund laxa

Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru á toppnum yfir aflahæstu laxveiðiárnar og munu rjúfa þúsund laxa múrinn í vikulokin.

Í gærkvöldi voru 935 laxar komnir á land í Ytri-Rangá sem er rúmlega 200 löxum meira en á sama tíma í fyrra.

Að sögn Matthíasar Þorsteinssonar, veiðivarðar, er glimrandi gangur í ánni þessa dagana en veiðin síðustu dagar hefur verið á bilinu 48-58 laxar á dag.

Þetta eru bestu veiðitölur hingað til á þessum tíma og má segja að flestir veiðimenn snúi mjög ánægðir frá Ytri-Rangá þessa dagana.