11.1 C
Selfoss
Fimmtudagur 25. apríl 2024
Heim Fréttir Yngsti nemandinn til að ljúka framhaldsprófi frá TÁ

Yngsti nemandinn til að ljúka framhaldsprófi frá TÁ

Margrét að loknum framhaldsprófstónleikunum í Hveragerðiskirkju. Ljósmynd/Tónlistarskóli Árnesinga

Hvergerðingurinn Margrét Guangbing Hu varð á dögunum yngsti nemandinn til þess að ljúka framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Margrét lauk framhaldsprófinu í vor og hélt tilheyrandi tónleika í Hveragerðiskirkju í lok maí. Hún er sextán ára gömu og útskrifaðist einnig frá Grunnskólanum í Hveragerði í vor.

Margrét hóf Suzuki-píanónám við Tónlistarskóla Árnesinga árið 2009, þá  5 ára gömul, en kennari hennar frá upphafi hefur verið Ester Ólafsdóttir. Hún hefur komið fram við fjölda tækifæra innan og utan skólans og tók m.a. þátt í svæðistónleikum Nótunnar í Hafnarfirði 2014. Hún lék líka í óperuuppfærslum skólans, Töfraflautunni 2016 og Allskynsóperunni 2019 svo fátt eitt sé talið.

Frá þessu er greint á heimasíðu TÁ.

Fyrri greinSparkvöllur settur upp við Gráhellu
Næsta greinSkiptir öllu að geta boðið upp á fjarnám á vinnutíma